Ný skurðarvél frá Traust tekin í notkun

Tekin hefur verið í notkun ný skurðarvél frá Traust Þekking ehf. Skilyrði Eðalfisks var að nákvæmni í skurði væri innan við 1% og stóðst vélin þær kröfur eftir prófanir. Við getum því mælt með þessari vél.  

BRC-vottun Eðalfisks

Síðasta hluta ársins 2018 hefur verið markvisst unnið í að ná BRC vottun hjá Eðalfiski. Starfsfólk sem stjórnendur hafa með jákvæðum hætti unnið að því að innleiða BRC. Ótrúlegt en satt þá eftir aðeins 3 mánuði er Eðalfiskur vottaður samkvæmt þessum staðli. Til hamingju starfsfólk Eðalfisks Kristján Rafn Sigurðsson

Eru stjórnvöld viljandi að skerða samkeppni íslenskra fyrirtækja?

Síðan að EES samningurinn komst á árið 1992 hefur verið mikill ójöfnuður í tollmeðferð á mörgum vörutegundum úr sjávarfangi. Mestur munurinn liggur í reyktum laxi. Kerfið, eins og það er uppsett núna, leggur 13% innflutningstolla á allan Atlantshafslax sem reyktur er á Íslandi.  Hinsvegar geta lönd innan ESB, t.d. Pólland, flutt reyktan lax til Íslands og þurfa ekkert að greiða …

Eðalfiskur byrjar starfsemi í nýju húsnæði

Um miðjan Apríl voru þáttaskil í sögu Eðalfisks þegar starfsemi hófst í nýlegu 1911fm húsnæði að Vallarási 7-9, Borgarnesi. Fyrirhuguð er stóraukin framleiðsla vara úr laxaafurðum á komandi árum. Starfsemin hefur gengið ágætlega.