Stofna Hagsmunasamt÷k reykh˙sa Ý lagarafur­um


 Stofnuð hafa verið „Hagsmunasamtök reykhúsa í lagarafurðum“.

Stofnfundaraðilar samtakanna eru: Eðalfiskur, Egils Sjávarafurðir, Norðanfiskur, Opal Sjávarfang og Reykhúsið Reykhólar. 

Megintilgangur félagsins er að vinna að niðurfellingu tolla á reyktum lagarafurðum á erlenda markaði. 

Mikill ójöfnuður í samkeppni sambærilegra framleiðenda á EES svæðinu kallar á stofnun slíkra samtaka hér á Íslandi en nú er 13% tollur á reyktan lax sem fluttur er inn til EB ríkja frá Íslandi. Hins vegar er enginn tollur frá EB til Íslands.

Hrópandi ósamræmi í þessum málum er ástæða að stofnun samtakanna.  Allt frá árinu 2007 hafa framleiðendur reynt að fá þessum málum hreyft en lítið sem ekkert áunnist í þessu máli við endurnýjun samninga við Evrópubandalagið.

„Við fylkjum liði, og ætlum að fá þessu breytt“, segir Kristján Rafn Sigurðsson nýkjörinn formaður.

„Mikill vöxtur á næstu árum kallar á aðgerðir í þessum málum strax. Um er að ræða háar upphæðir í virðisauka fyrir þjóðarbúið þegar hráefnið er fullunnið hér á landi við bestu skilyrði“.

Á mynd frá hægri: Oddur Vilmundarson (Reykhúsið Reykhólar), Pétur Þorleifsson (Norðanfiskur), Kristján Rafn Sigurðsson (Eðalfiskur), Gústaf Daníelsson (Egils Sjávarafurðir), Birgir Jóhannsson (Opal Sjávarfang), 

FrÚttir

    •  Þann 1. Janúar 2017 á þrítugasta starfsári Eðalfisks í Borgarnesi mun félagið taka við framtíðarhúsnæði að Vallarási 7-9 í Borgarnesi. Húsið verður innréttað og vélar settar upp í kjölfarið. Þann 1. Mars er áætlað að hefja starfsemi eftir undirbúning.