Um fyrirtækiğ

Fyrirtækið var stofnað árið 1987 af aðilum í Borgarfirði sem vildu vinna afurðir úr laxi, þar sem héraðið var þekkt af einum bestu og fallegustu laxveiðiám landsins.  Frá árinu 2004, er núverandi eigendur keyptu laxvinnsluhluta Eðalfisks hefur mikill vöxtur orðið á starfseminni.  Í dag er hlutfall ferskrar vöru um 3/4 af sölutekjum sem að mestu er seldur erlendis. 

Eðalfiskur er fjölskyldufyrirtæki sem leggur áherslu á langtímaviðskiptasamband við viðskiptavini, ytri sem innri.

Framleiðsluvörum Eðalfisks hefur verið vel tekið jafnt innanlands sem erlendis, en hlutdeild útflutnings er hraðvaxandi vegna mikillar eftirspurnar.  Vörumerki félagsins á innanlandsmarkaði eru: “Eðalfiskur”, “Lax er Eðalfiskur” og “Reykás”.  Meðal erlendra vörumerkja eru: “Iceland Gourmet“, “Gem of Iceland” og “Iceland Supreme”.

Fréttir

    •  Þann 1. Janúar 2017 á þrítugasta starfsári Eðalfisks í Borgarnesi mun félagið taka við framtíðarhúsnæði að Vallarási 7-9 í Borgarnesi. Húsið verður innréttað og vélar settar upp í kjölfarið. Þann 1. Mars er áætlað að hefja starfsemi eftir undirbúning.