Innköllun vöru af markaði

„Innköllun vöru á markaði
Eðalfiskur ehf
Reyktur lax
Bitar
Lotunúmer ÍB17068243251

Eðalfiskur ehf. er að innkalla ofangreinda vöru á markaði vegna gruns um að hún innihaldi sjúkdómsvaldandi örverur.
Prófanir hafa sýnt að fjöldi Listeria monocytogenes er yfir viðmiðunarmörkum. Neytendur ættu alls ekki að neyta vörunnar.
Neytendur sem eru í vafa um heilsu sína ættu að leita til læknis. Innköllunin nær aðeins til ofangreindar vöru með tilgreind lotunúmer.
Engar aðrar framleiðsluvörur Eðalfisks ehf. eru innkallaðar. Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir um að skila vörunni á þann stað sem
hún var keypt og fæst hún þar endurgreidd. Eðalfiskur ehf. hefur hagsmuni og öryggi viðskiptavina að leiðarljósi og er þessi innköllun
hluti af matvælaöryggiskerfi Eðalfisks ehf. þar sem gæði og öryggi vörunnar er í fyrirrúmi. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum
sem þessi innköllun kann að valda viðskiptavinum okkar. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 437-1680 og í
tölvupóstfanginu edalfiskur@edalfiskur.is.

Lotunúmer afurðar er að finna á bakhlið pakkningar.

Kristján Rafn Sigurðsson, framkvæmdarstjóri