Boston seafood show sem átti að vera 15-17 Mars n.k. hefur verið frestað óákveðið vegna heilsufarsöryggis.
Frosnir laxabitar með roði
Undirbúningur: Afþýðið bitana í kæli fyrir undirbúning. Gott að taka daginn áður úr frysti og setja í kælir. Steiking: Steikið bita í ca 6-8mín á hvorri hlið. Suða: Látið laxinn sjóða varlega í léttsöltu vatni í ca 10-15 mínútur. Bökun: Bakið við 200C í ca 15-18 mínútur. Á grillið: 6-8 mínútur á hvorri hlið.
Lokað fyrir allar heimsóknir í Eðalfisk
Á gæðaráðsfundi 28.02.2020 var ákveðið að loka alveg fyrir heimsóknir aðila í matvælavinnslu Eðalfisks um sinn. Eingöngu starfsfólk hefur heimild inn á svæðið. Kristján Rafn Sigurðsson
Vatnssýni og afurðasýni vegna E.Coli
Þá voru tekin 4 afurðasýni, 2 frá fimmtudeginum og 2 frá föstudeginum 11.okt s.l. 4 vatnssýni voru tekin á mismunandi stöðum í vinnslu Eðalfisks. Staðfest er að E.Coli hefur ekki ræktast í þessum sýnum. KRS
Gerlamengun í neysluvatni
Af síðu www.veitur.is: „Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest 11. október 2019 – 09:57 Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ítreka tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. Vatnsbólið þar þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Í morgun barst staðfesting á grun um gerlamengun í vatninu. Hvorttveggja kólí og …
BRC – vottun í maímánuði
14-15 maí stóð yfir úttekt vegna staðalsins BRC 8 hjá Eðalfiski. Gleðilegt er til þess að vita að öll markmið náðust sem sett höfðu verið í ársbyrjun um árangur. Matvælaöryggismenning er gríðarlega mikilvæg öllum matvælafyrirtækjum bæði fyrir viðskiptavini og fyrirtækin sjálf. Til hamingju starfsfólk Eðalfisks! Kristján Rafn Sigurðsson, framkvæmdarstjóri
Ný skurðarvél frá Traust tekin í notkun
Tekin hefur verið í notkun ný skurðarvél frá Traust Þekking ehf. Skilyrði Eðalfisks var að nákvæmni í skurði væri innan við 1% og stóðst vélin þær kröfur eftir prófanir. Við getum því mælt með þessari vél.
BRC-vottun Eðalfisks
Síðasta hluta ársins 2018 hefur verið markvisst unnið í að ná BRC vottun hjá Eðalfiski. Starfsfólk sem stjórnendur hafa með jákvæðum hætti unnið að því að innleiða BRC. Ótrúlegt en satt þá eftir aðeins 3 mánuði er Eðalfiskur vottaður samkvæmt þessum staðli. Til hamingju starfsfólk Eðalfisks Kristján Rafn Sigurðsson
Eru stjórnvöld viljandi að skerða samkeppni íslenskra fyrirtækja?
Síðan að EES samningurinn komst á árið 1992 hefur verið mikill ójöfnuður í tollmeðferð á mörgum vörutegundum úr sjávarfangi. Mestur munurinn liggur í reyktum laxi. Kerfið, eins og það er uppsett núna, leggur 13% innflutningstolla á allan Atlantshafslax sem reyktur er á Íslandi. Hinsvegar geta lönd innan ESB, t.d. Pólland, flutt reyktan lax til Íslands og þurfa ekkert að greiða …
Eðalfiskur byrjar starfsemi í nýju húsnæði
Um miðjan Apríl voru þáttaskil í sögu Eðalfisks þegar starfsemi hófst í nýlegu 1911fm húsnæði að Vallarási 7-9, Borgarnesi. Fyrirhuguð er stóraukin framleiðsla vara úr laxaafurðum á komandi árum. Starfsemin hefur gengið ágætlega.